Haustæfingar að hefjast hjá Brettadeildinni

Haustæfingar hefjast þriðjudaginn 9. september kl. 17.30 á bak við skautahöll. Við ætlum að byrja með alla hópa saman til að byrja með. Þjálfari er Leifur Sigurðsson vel þekktur og einn af okkar reyndustu mönnum. Við erum ótrúlega þakklát fyrir að fá að hafa hann með okkur í vetur.

Haustæfingar 12 ára og eldri, iðkendur fæddir 2013 og fyrr. Æfa bakvið skautahöll 17.30 til 19.00 á þriðjudögum, í Giljaskóla kl. 19.30 til 20.30 á föstudögum og 10.00 til 11.30 á sunnudögum í Giljaskóla. Samtals þrjár æfingar

Haustæfingar 11 ára og yngri, iðkendur fæddir 2014 og síðar. Æfa bakvið skautahöll 17.30 til 19.00 á þriðjudögum og 10.00 til 11.30 á sunnudögum í Giljaskóla. Samtals tvær æfingar.

Skráning fer fram hér á þessum hlekk í gegnum Abler. Eldri iðkendur fá senda skráningu. 

Hlökkum til að sjá sem flest, 

Stjórn brettadeildar