Hæfileikamótun á snjóbrettum í Hlíðarfjalli helgina 10. - 12. des

Nú hefjum við starfið í hæfileikamótun á snjóbrettum. Starfið er fólgið í því að aðstoða ungt og efnilegt snjóbrettafólk að ná markmiðum sínum á æfingum og í keppni. Helstu markmið vetrarins verður að skapa vettvang fyrir iðkendur að kynnast því hvað er að vera afreksíþróttamaður, auka tæknilega færni og skapa tækifæri fyrir iðkendur frá öllum landshlutum til að koma saman og æfa. Brettanefnd SKÍ er að setja upp dagskrá þar sem vonandi allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og verður hún kynnt fyrir jól.

Um næstu helgi verður sameiginleg æfing fyrir snjóbrettaunglinga á Íslandi. Æfingin fer fram á Akureyri og verður það Skíðafélag Akureyrar sem sér um hana. Þessi æfing er í boði fyrir alla sem fæddir eru 2003 – 2007. Þátttökugjald fyrir helgina er 17.000 kr.

Skráningum á að skila á dagbjartur@ski.is fyrir þriðjudaginn 7. desember.

Í skráningunni þarf að tilgreina nafn og kennitölu þátttakanda.

Með skráningunni þarf að fylgja greiðslukvittun þar sem kemur fram fyrir hvern er verið að greiða.

Bankaupplýsingar 0162-26-003860, kt. 590269-1829.

Dagskrá næstu helgar

 

 Æfingahelgi fyrir brettaiðkendur á Akureyri dagana 10-12. desember 2021

Gisting: Terían, salur í íþróttahöllinni (við hliðina á Sundlaug Akureyrar). Dýnur á staðnum.

Föstudagur: 17.00 – 21.00 Mæting til Akureyrar 19.00 – 21.00 Braggaparkið opið fyrir okkur

Laugardagur: 

08.00 – 09.00 Morgunmatur
10.00 – 12.00 Brettaæfing í Hlíðarfjalli
12.00 – 13.00 Hádegismatur – samlokur og drykkir
13.30 – 15.00 Brettaæfing á bak við Skautasvellið
15.00 – 17.00 Sund, heitir pottar og gufa í Sundlaug Akureyrar
17.00 – 19.00 Frjáls tími
19.00 – 20.30 Pizzuveisla í íþróttahöllinni 

Sunnudagur: 

08.00 – 09.00 Morgunmatur
10.00 – 12.00 Brettaæfing í Hlíðarfjalli
12.00 – 13.00 Hádegismatur
13.00 – 15.00 Sund, heitir pottar og gufa fyrir þá sem vilja 15.00 Dagskrá endar

Innifalið:

  • Gisting 2 nætur (dýnur á staðnum)
  • Morgunmatur laugardag og sunnudag
  • Hádegismatur laugardag og sunnudag
  • Kvöldmatur á laugardag (ath. engin máltíð innifalin á föstudegi)
  • Drykkir með máltíðum
  • Aðgangur í sund x 2
  • Aðgangur í fjallið x 2
  • Aðgangur í Brettaparkið

 

Þarf að koma með:

  • Allan búnað til brettaiðkunar, þ.m.t. öryggisbúnað
  • Svefnpoka og kodda
  • Sundföt, handklæði og snyrtivörur
  • Vetrarföt og skó til skiptana
  • Hjólabretti ef þið eigið (það eru nokkur til á staðnum og hægt að skiptast á)

 

Nánari upplýsingar veitir afreksstjóri SKÍ Dagbjartur í síma 660 1075 eða í tölvupósti.