Gígja keppir á HM

Í dag hefst Heimsmeistaramótið í norrænum greinum í Planica í Slóveníu.
Skíðafélag Akureyrar á þar fulltrúa en Gígja Björnsdóttir er hluti af 5 manna hópi sem að keppir fyrir Íslands hönd á mótinu.
Gígja byrjar strax í dag, miðvikudag 22.02. og keppir hún þá í 5 km skíðagöngu kvenna með frjálsri aðferð sem að er forkeppni fyrir 10 km gönguna. Hún startar kl. 11:17:00 að íslenskum tíma
Hægt er að fylgjast með beinni tímatöku hér: http://live.fis-ski.com/cc-2312/results-pda.htm
Kl. 12:30:00 er komið að körlunum og þar er þeir Dagur Benediktsson og Albert Jónsson SFÍ meðal þátttakenda. Þeir starta kl. 13:04:30 og 13:05:00
http://live.fis-ski.com/cc-2313/results-pda.htm
Einnig held ég að Eurosport sé að sýna keppnina.
Á síðasta heimsmeistaramóti voru það 10 fyrstu sem að komust áfram upp úr forkeppninni og krossum við fingur fyrir Gígju og strákunum í dag 🙂