.
Alpagreinadeild Skíðafélags Akureyrar hélt fyrstu skíðaæfingu vetrarins í gær, laugardaginn 15. nóvember, í frábæru vetrarveðri í Hlíðarfjalli.
Iðkendur hafa beðið eftir þessum degi með mikilli eftirvæntingu og ríkti mikil gleði uppí fjalli.
Að baki þessum fyrstu æfingum liggur mikil og góð vinna starfsmanna Hlíðarfjalls sem hafa síðustu misseri m.a. unnið að uppsetningu girðinga sem og lagt mikinn metnað í snjóframleiðslu þegar veðurskilyrði hafa leyft.
Skíðafélag Akureyrar vill koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra fyrir frábært starf og jafnframt þakka Akureyrarbæ og öðrum samstarfsaðilum fyrir öflugt og farsælt samstarf.
Við fögnum því að skíðaveturinn sé genginn í garð – það eru bjartir tímar framundan uppi í Hlíðarfjalli.
Hér að neðan má sjá svipmyndirúr fjallinu um helgina.
pósthólf 346 - 602 Akureyri
kt. 480101-3830
Banki Íslandsbanki
Reikningur nr. 0565-26-5099
skaakureyri@gmail.com
.