Fyrsta mót vetrarins í alpagreinum haldið í Hlíðarfjalli

Skíðafélag Akureyrar hélt fyrsta alpagreinamót vetrarins í fullorðinsflokki í Hlíðarfjalli um helgina. Veður og færi voru með allra besta móti og voru haldin 2x ENL FIS mót í svigi og stórsvigi. Keppt var í svigi á föstudegskvöldi, tveimur stórsvigum á laugardegi og svigi á sunnudegi. 

Úrslit helgarinnar í FIS mótinu má nálgast hér, en úrslit mótsins í heild birtast svo á heimasíðu SKÍ.

Af keppendum SKA náði Aníta Mist Fjalarsdóttir þriðja sæti í fyrra stórsviginu og öðru sæti í seinna stórsviginu en SKA óskar henni innilega til hamingju.

SKA þakkar starfsmönnum mótsins kærlega fyrir aðstoðina við að halda fjögur frábær mót og óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju.