Fréttir af Isak

Isak Stiansson Pedersen keppti fyrir hönd Íslands og SKA á Ólympíuleikunum í Peking. Hann er einnig þátttakandi á Scandinavian Cup sem hefst í Hlíðarfjalli á morgun laugardag. Hér er smá pistill frá æfingum og Ólympíuleikum.

Hæ!

Ólympíuleikarnir voru stór upplifum! Mánuð fyrir leikanna einangraði ég mig í sumarbústað á Sjusjøen til þess að eiga síður á hættu að fá Covid. Náði að æfa vel á þeim tímaog allt leit vel út fyrir ÓL. Þegar ég kom á leikanna fannst mér að ég hefði gert allt rétt og fann mig betur og betur þegar leið að keppni. Fyrstu dagarnir í þessari hæð sem að mótssvæðið er í og með tímamuninum voru erfiðir og snjórinn var mjög kaldur og stamur. Eftir ca 6 daga fór mér að líða betur og þá voru 5 dagar í sprettgönguna.  Þegar tveir dagar voru í gönguna fór ég allt í einu að verða stressaður og náði ekki að sofa vel. Var því mjög þreyttur á mótsdag. Mikil vonbrygði fyrir mig því að ég var alls ekki ánægður með árnangur minn í göngunni. Notaði tvo daga til að koma mér í stand aftur fyrir paraþsprettgönguna sem að ég gekk með Snorra Einarssyni. Við vorum það lið sem að var neðst á lista fyrir keppnina. Keppnin gekk nokkuð vel og við vorum á undan mörgum liðum. Unnum meðal annars Bretalnd sem að eru með miklu meira fjármagn og fengu meira að segja hjólaskíða bretti sent til K'ina :-). Fór heim daginn eftir sprettinn og greindist með Covid þremur dögum eftir að ég kom heim og var mjög veikur í fjóra daga. Hlakka til að keppa á heimavelli á Akureyri um helgina.

Isak