Fréttir af Isak

Það hefur gengið nokkuð vel hjá mér með æfingar í haust. Meðal annars fórum við í landsliðinu á tvær samæfingar í hæðarþjálfun í Frakklandi. Finnst mér vera í góðu formi þó að ég hafi ekki náð að fá það fram í keppni í haust. Keppti í sprettgöngu í Muonio í Finnlandi og Gällevare í Svíþjóð og mér finnst að það vanti smá upp á keppnisformið. Er búinn að vera með vesen í lungunum í smá stund en vona að það sé að jafna sig. Vona að ég nái nokkrum góðum keppnum núna og markmiðið að komast á Ólympíuleikana Í Peking. Áætlunin er að keppa bæði á Scandinavian Cup á Akureyri í mars og á Skíðamóti Íslands.

Kv Isak