FIS mót í stórsvigi og svigi á Akureyri 19.-21 janúar

Skíðafélag Akureyrar býður aðildarfélög SKÍ velkomin á FIS ENL mót í Hlíðarfjalli 19.-21 janúar næstkomandi. Keppt verður í tveimur stórsvigum og tveimur svigum í karla- og kvennaflokki og má sjá upplýsingar og úrslit þegar þau liggja fyrir hér

Fararstjórafundur verður haldinn í fundarsal á skrifstofu SKÍ og ÍBA í Íþróttahöllinni á Akureyri, gengið inn að austan.

Dagskrá helgarinnar

Föstudagur 19. janúar

18:00 Svig 1 Fyrri ferð Karlar, Konur

20:00 Seinni ferð Karlar, Konur
Verðlaunaafhending í Strýtu að móti loknu
Fararstjórafundur í Hlíðarfjalli eftir verðlaunaafhendingu

Laugardagur 20. janúar - Stórsvig

10:00 Stórsvig 1 Fyrri ferð Konur, Karlar 12:00 Stórsvig 1 Seinni ferð Konur, Karlar
14:00 Stórsvig 2 Fyrri ferð Karlar, Konur 16:00 Stórsvig 2 Seinni ferð Karlar, Konur
Verðlaunaafhending í Strýtu að móti loknu
Fararstjórafundur í Hlíðarfjalli eftir verðlaunaafhendingu

Sunnudagur 21. janúar - Stórsvig

11:00 Svig 2 Fyrri ferð Karlar, Konur

13:00 Svig 2 Seinni ferð Karlar, Konur
Verðlaunaafhending í Strýtu að móti loknu

 

Skráningum er skilað í gegnum mótaforrit SKÍ: FIS ENL Akureyri 2 x GS | Skíðasamband Íslands (ski.is)

Lokað verður fyrir skráningu 17. janúar. Kl 20:00


Varðandi gisti- og ferðamöguleika á Akureyri má benda á heimasíðu Akureyrarstofu
www.visitakureyri.is

Með skíðakveðju
Skíðafélagi Akureyrar