FIS Bikarmót SKI í Hlíðarfjalli 23-25. janúar 2026

Hér má sjá flottan hóp stúlkna í 13-14 ára flokki leggja af stað í sína göngu í dag.
Hér má sjá flottan hóp stúlkna í 13-14 ára flokki leggja af stað í sína göngu í dag.

Um liðna helgi var haldið FIS bikarmót SKI í skíðagöngu í Hlíðarfjalli. Mótið átti að halda á Ísafirði en vegna snjóleysis fyrir vestan var það flutt norður með stuttum fyrirvara. Veðrið var gott alla helgina og aðstæður í brautinni komu á óvart miðað við hlýindin undanfarið. Tæplega 50 keppendur voru skráðir til leiks að þessu sinni og komu þeir frá skíðafélögunum Ulli, Skíðafélagi Ísafjarðar (SFÍ), Skíðafélagi Akureyrar (SKA) og Skíðafélagi Strandamanna (SFS).

Mótið hófst með sprettgöngu seinnipartinn á föstudag. Í karlaflokki sigraði Eyþór Freyr Árnason, SFÍ, annar varð Elías Mar Friðriksson, Ulli og í þriðja sæti varð Matas Zalneravicius, SFS.  Í kvennaflokki sigraði María Kristín Ólafsdóttir, Ulli, önnur varð Veronika Guseva, SKA og í þriðja sæti varð Vala Kristín Georgsdóttir frá Ulli.

Á laugardag var keppt með hefðbundinni aðferð þar sem startað var með einstaklings starti, gengnar voru mismunandi vegalengdir eftir aldri keppenda. Í karlaflokki sigraði Eyþór Freyr Árnason, SFÍ, annar varð Hilmar Örn Kárason, SKA og í þriðja sæti varð svo Elías Mar Friðriksson frá Ulli. Í kvennaflokki sigraði María Kristín Ólafsdóttir, Ulli, önnur varð Veronika Guseva, SKA og í þriðja sæti Vala Kristín Georgsdóttir frá Ulli. 

Keppni lauk svo í dag, sunnudag þar sem gengið var með frjálsri aðferð og hópstarti. Eins og á laugardag voru gengnar mismunandi vegalengdir eftir aldri keppenda. Í karlaflokki sigraði Eyþór Freyr Árnason, SFÍ, annar varð Elías Mar Friðriksson, Ulli og í þriðja sæti varð svo Matas Zalneravicius, SFS. Í kvennaflokki sigraði Karin Björnlinger, SKA , önnur varð Veronika Guseva, SKA og í þriðja sæti Vala Kristín Georgsdóttir, Ulli.

Skíðafélag Akureyrar þakkar öllum keppendum kærlega fyrir samveruna um helgina.

Heildarúrslit helgarinnar fyrir alla flokka sem kepptu á mótinu má finna á vef tímatöku FIS mót Skíðagöngu Hliðarfjalli 23-25.01.26