.
Það ríkir mikil gleði hjá Brettadeildinni sem hóf æfingar 22. nóvember sl. í Parkinu. Síðustu ár hafa brettakrakkarnir oft þurft að bíða lengi eftir að uppbygging hæfist í Parkinu, en nú er allt annar bragur á. Á fyrstu æfingunni gátu krakkarnir loks æft á boxi og litlum palli – öllum til mikillar ánægju.
Spennan fyrir vetrinum er mikil, enda er stefnt á að halda FIS-mót nú þegar 23. janúar. Líkt og áður gerir Brettadeildin ráð fyrir að bjóða öllum krökkum að taka þátt á sama tíma og FIS-mótin fara fram.
Við erum afar þakklát Hlíðarfjalli fyrir að koma á samstarfi við Benna og Baldur, sem nú sjá um Parkið sem undirverktakar. Þessi vetur markar nýtt upphaf og vonandi verður Hlíðarfjall sá leikvöllur sem fjallinu er ætlað að vera – fyrir bæði börn og fullorðna.

pósthólf 346 - 602 Akureyri
kt. 480101-3830
Banki Íslandsbanki
Reikningur nr. 0565-26-5099
skaakureyri@gmail.com
.