Ekkert gefið eftir í Saas Fee jöklinum í Sviss.

 Strákarnir okkar, þeir Benedikt Friðbjörnsson og Baldur Vilhelmsson sem eru í lansliði karla á Snjóbrettum eru staddir á Saas Fee jöklinum í Sviss en landliðið er þar við æfingar.

Vel hefur gengið eftir mikla snjókomu fyrstu dagana. Parkið er mjög gott og strákarnir ná að nýta tímann vel. Einar Rafn Stefánsson er þjálfari landsliðsins og ættum við að kannast vel við hann en hann hefur verið að þjálfa hjá okkur í Skíðafélaginu í brettadeildinni.
Myndir frá ferðinni má sjá inn á heimasíðu skíðasambandsins, www.ski.is.