.
Skíðagöngumaðurinn Einar Árni frá SKA lét kuldann ekki stoppa sig þegar hann mætti til leiks í sænsku bikarkeppninni í Falun, í hjarta Dalanna í Svíþjóð. Aðstæður voru gríðarlega krefjandi – en frostið fór niður í -18°C þegar keppt var í sprettgöngu.
Einar hefur verið á mikið á ferðinni síðan um miðjan nóvember og keppt víðsvegar um Norðurlöndin. Hann er nú þegar kominn með 13 FIS keppnir í farteskið á þessu tímabili – og reynslan er að safnast upp.
Á föstudaginn var keppt í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð. Þar náði Einar 128 FIS punktum, sem eru hans þriðju lægstu punktar á ferlinum – frábær árangur, en hann endaði í 70. sæti af 120 keppendum.
Í sprettgöngu með hefðbundinni aðferð endaði hann í 61. sæti. Hann komst ekki upp úr tímatöku hlutanum, en þetta var engu að síður hans önnur besta sprettganga á ferlinum miðað við FIS stig. Mjög ánægjulegar framfarir í sprettgöngu á þessu tímabili.
Sunnudaginn var svo 10 km ganga með frjálsri aðferð. Þar endaði Einar aftur í 70. sæti, þó með lakari punkta en á föstudaginn.
Heimsmeistaramótið í skíðagöngu verður haldið í Falun á næsta ári – og það er engin tilviljun að Einar vildi kynnast brautunum núna. Þær eru frægar fyrir erfiðleika, sérstaklega hin víðfræga Mördarbakken (Drápsbrekkan) – 450 metra löng brekka sem hækkar um 50 metra. Nafnið er ekki tilviljun – þetta er sannkölluð þolraun!
pósthólf 346 - 602 Akureyri
kt. 480101-3830
Banki Íslandsbanki
Reikningur nr. 0565-26-5099
skaakureyri@gmail.com
.