Einar Árni Gíslason á Ólympíuleika Ungmenna

Einar Árni og Vadim á leið til Sviss
Einar Árni og Vadim á leið til Sviss

Einar Árni Gíslason SKA var valinn til þess að keppa, í skiðagöngu, fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fer nú í Lausanne í Sviss. Linda Rós Hannesdóttir Skíðafélagi Ísfirðinga fer einnig sem keppandi í skíðagöngu. Einar Árni er nú kominn til Sviss og þau Einar Árni og Linda Rós munu keppa 18.01. í Ski-cross, 19.01. í sprettgöngu og 21.01. í 5 og 10 km skíðagöngu.

Vadim Gusev þjálfari SKA fer með skíðagönguliðinu sem þjálfari og fararstjóri. 

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu SKÍ. Hægt er að fylgjast með á heimasíðu leikanna