Bikarmót alpagreina SKÍ - ENL mót á Akureyri verður haldið 2.-3. mars nk.

Bikarmót SKÍ - ENL mót á Akureyri sem áður var frestað verður haldið dagana 2.-3. mars nk.
Skoðað verður þegar nær dregur að halda bæði mótin annan hvorn daginn.
Keppt verður í 2 x stórsvigi.
Fararstjórafundur er áætlaður kl. 20:00 á föstudag á skrifstofu SKÍ, Íþróttahölinni á Akureyri.
Nánari dagskrá verður birt á vef Skíðafélags Akureyrar www.skidi.is
Þátttökutilkynningar skulu berast í síðasta lagi miðvikudaginn 27. febrúar kl. 12:00 á
netfangið almarun@akureyri.is
Vinsamlega skilið þátttökutilkynningum á viðeigandi eyðublaði (entry form, sjá heimasíðu
SKÍ). Áríðandi er að FIS númer fylgi skráningu.

Upplýsingar um ferða-, gisti-, og þjónustuaðila á Akureyri og í nágrenni er að finna á
www.visitakureyri.is
Með skíðakveðju,
Mótanefnd
Skíðafélags Akureyrar