Axel í 2 sæti í svigi á Akureyri

Í gærkvöld fóru fram tvö svigmót FIS/Bikarmót í flokki fullorðinna. Þar var meðal keppenda Axel Reyr Rúnarsson. Axel stóð sig mjög vel og lenti í öðru sæti í fyrra mótinu eftir að hafa verið með besta tímann eftir fyrri ferð. Í seinna mótinu endaði svo Axel í 4 sæti eftir góða fyrri ferð. Með þessum mótum stórbætir hann puntastöðu sína í svigi og væntanlega með um 90 punkta á næsta lista.