Arnar Ólafsson í FIS æfingabúðum

Arnar Ólafsson, skíðagöngumaður frá SKA, er þessa dagana við æfingar í Val di fiemme á Ítalíu. Hann var valin, af SKÍ, til að fara í æfingabúðir á vegum alþjóða skíðasambandsins (FIS). Í æfingabúðunum eru 30 ungmenni frá 15 löndum, ein stelpa og einn strákur frá hverju landi. Æfingabúðirnar standa yfir frá 9.-19. desember. Með Arnari í æfingabúðunum er Kolfinna Rúnarsdóttir frá Ísafirði