Annar dagur Andrésar Andarleikanna runninn upp.

Eyþór Þorvaldsson frá Dalvík kemur í mark
Eyþór Þorvaldsson frá Dalvík kemur í mark

Þá er keppni á öðrum degi Andrésar Andarleikanna hafin. Nú fyrir hádegi verður keppt í stórsvigi í öllum keppnisbrekkunum í alpagreinum. 8 ára krakkar keppa í Andrésarbrekkunni, 9 ára krakkar keppir í Norðurbakka og í Suðurbakka keppa 12-13 ára krakkar. 

Efti hádegi eða klukkan 13 munu 6-7 ára stúlkur einnig keppa í stórsvigi í Andrésarbrekkunni, 4-7 ára drengir munu fara í leikjabraut í Ævintýraleiðinni og 10 ára krakkar munu keppa í svigi í Norðurbakka.

Í göngunni hefst keppni klukkan 12 og munu þá 12-15 ára krakkar spreyta sig í skicross með frjálsi aðferð. Klukkan 14 munu 6-11 ára krakka keppa í göngu með frjálsri aðferð.