Andrésarskólinn hefst mánudaginn 20. mars!

Andrésarskólinn auglýsing 20. mars 2023

SKA býður nýjum krökkum að koma og byrja að æfa snjóbretti, gönguskíði eða alpagreinar - og fá að keppa á Andrésarleikunum þegar tímabilinu lýkur. Upplagt fyrir krakka sem hafa verið að prófa sig aðeins áfram í vetur og hafa farið á skíði eða snjóbretti, byrjendur eru að sjálfsögðu líka velkomnir! 

Skráning fer fram í gegnum Sportabler appið - Andrésarskólinn kostar 21.000 krónur en þá er innifalið kort í fjallið út tímabilið (ef þarf), æfingar sem eftir eru fram að Andrés og keppnisgjaldið á Andrés. Ef börnin eiga nú þegar vetrarkort í fjallið dregst það EKKI frá gjaldinu. Í Sportabler appinu er hægt að ganga frá greiðslu og nýta frístundastyrk ef fólk vill og vera í samskiptum við þjálfara. 

Yfirlit yfir æfingatíma eru hér á þessari síðu. Fyrstu æfingarnar hefjast í næstu viku frá og með mánudeginum 20. mars og svo hvað hentar hverjum og einum. 

Það má líka setja sig í samband við eftirfarandi aðila sem gefa góðfúslega upplýsingar um æfingar hjá SKA. 

  • Frans - snjóbretti - 7705751

  • Veronika - skíðaganga - 6638152

  • Þóra Ýr Sveinsdóttir - alpagreinar - 8644757

Hlökkum til að sjá sem flesta 

SKA 

Öll samskipti við þjálfara og tilkynningar um hvort æfingar falli niður eða ef einhverjar breytingar verða eru í Sportabler.