Andrésarleikarnir verða haldnir 21.-24. apríl 2021

BREYTINGAR Á TÍMASETNINGU LEIKANNA!!! ÁRÍÐANDI AÐ LESA!!
Andrésarleikarnir í ár hafa verið færðir aftur á upprunalega dagsetningu, dagana 21. - 24. apríl!
Biðjumst við velvirðingar á hringlandanum í kringum leikana í ár en það skýrist af breytilegum sóttvarnarreglum. Við erum að reyna að gera okkar besta til að leikarnir verði yfirleitt haldnir og sjáum við þetta sem okkar besta möguleika.
Fyrir viku síðan töldum við mjög ólíklegt að sóttvarnarreglur mundu breytast með þeim hætti sem þær gerðu í gær 13/04/2021 og leyfa nú 50 manns að koma saman við íþróttakeppni! Nú þegar þessi gluggi í síbreytilegu umhverfi sóttavarnarreglna hefur opnast þá finnst okkur skynsamlegt að halda leikana á upprunanlegri dagsetningu, í stað þess að bíða í þrjár vikur og vita ekki í hvaða umhverfi við verðum með sóttvarnartakmarkanir þá.
Framkvæmdanefnd Andrésarleikana telur sig geta framkvæmt mótahaldið í 50 manna samkomutakmörkunum en það setur okkur þó þröngar skorður með ýmislegt, m.a. áhorfendur/foreldra, húsnæði í fjallinu, dagskrá í bænum, o.fl.
Öll dagskrá leikanna fer því fram í Hlíðarfjalli, engin dagskrá verður í bænum!!
Verðlaunaafhendingar verða í Hlíðarfjalli að lokinni keppni í hverjum flokki!!
Foreldrar og aðstandendur í Hlíðarfjalli bera ábyrgð á því að fylgja gildandi reglum er varða samkomutakmarknir á svæðinu.
Við vonumst svo sannarlega til að þetta hafi ekki áhrif á þátttöku keppenda og að allir geti tekið þátt í leikunum sem skráðir voru.
Sjáumst í Hlíðarfjalli með bros á vör!