.
Framkvæmdanefnd Andrésarleikanna hefur ákveðið að fresta leikunum í ár vegna covid ástandsins um þessar mundir. Leikarnir sem áttu venju samkvæmt að hefjast á Sumardaginn fyrsta munu því færast til 13.-15. maí 2021. Verður fyrsti keppnisdagur því Uppstigningardagurinn 13. maí.
Leikarnir skipa stóran sess í hjörtum allra skíða- og brettakrakka og er sá viðburður sem mörg börn bíða allt skíðaárið eftir! Því er það okkur mikilvægt að geta haldið leikana í ár og gefið krökkunum þannig færi á að koma og hittast í leik og keppni. Til þess að það geti orðið að veruleika þurfa sóttvarnartakmarknir að léttast og skíðasvæði að opna og erum við mjög jákvæð og bjartsýn á að það gangi eftir.
Hlíðarfjall skartar sínu fegursta þessa dagana og er nægur snjór til að halda leikana um miðjan maí!
pósthólf 346 - 602 Akureyri
kt. 480101-3830
Banki Íslandsbanki
Reikningur nr. 0565-26-5099
skaakureyri@gmail.com
.