Andrésarbúðir á brettum

Brettadeild SKA býður öllum brettaiðkendum í 12-15 ára flokkum (2007-2010) í æfingabúðir fyrir Andrésar andar leikana.
Frábær undirbúningur fyrir leikana þar sem æft verður mánudag, þriðjudag og miðvikudag með Benna Friðbjörnssyni A-landsliðsmanni Íslands á snjóbretti.Mánudagurinn 17. apríl13.45 Mæting í Hlíðarfjall við Skíðahótel
14.00 Æfing
15.30 Kaffitími í Strýtu
17.00 Æfingu lokið
17.45 Sund í Sundlaug Akureyrar
 
Þriðjudagurinn 18. apríl
9.45 Mæting í Hlíðarfjall við Skíðahótel
10.00 Æfing
12.00 Hádegismatur
14.30 Kaffitími í Strýtu
16.00 Æfingu lokið
16.45 Sund í Sundlaug Akureyrar
 
Miðvikudagurinn 19. apríl
9.45 Mæting í Hlíðarfjall við Skíðahótel
10.00 Æfing
12.00 Hádegismatur
14.00 Æfingu lokið
14.45 Sund í Sundlaug Akureyrar

Kostnaður við búðirnar er kr. 12.500,- og er matur og þjálfun innifalið í því. Þátttakendur greiða sjálfir kort í fjallið og í sund. Upphaf og endir er við Skíðahótel og þurfa iðkendur sjálfir að koma sér í og úr fjallinu. Hvetjum iðkendur til þess að hittast í sundi að æfingadegi loknum.

Skráning er hér. Vinsamlega skráið þátttöku fyrir 14. apríl. Sendum upplýsingar um greiðslu þegar lágmarksþátttöku er náð.

Fyrirspurnir sendast á brettadeildska@gmail.com

Sjáumst hress í Hlíðarfjalli!