Andrésar Andar leikarnir hafnir í 48. sinn

Í gær miðvikudaginn 24. apríl voru Andrésarleikarnir settir í 48. sinn að lokinni skrúðgöngu í frábæru veðri.

Setningarathöfnin var hin glæsilegasta en setningarræðu hélt Eyrún Erla Gestsdóttir, fyrrverandi iðkandi SKA, en Eyrún er nýbakaður Íslandsmeistari í svigi. Prettyboytjokkó hélt síðan uppi stuðinu við mikinn fögnuð keppenda og gesta.

Fyrsti mótsdagur var síðan haldinn í dag í frábæru veðri og aðstæðum.

Öll úrslit Andrésarleikanna má finna hér.