Alpagreinaþjálfarar óskast

Skíðafélag Akureyrar auglýsir eftir þjálfurum fyrir unglinga- og barnaflokka félagsins í alpagreinum. Æskilegt er, en ekki er gerð krafa um, að þjálfarar hafi reynslu af þjálfun. Kostur er að umsækjandi sé með þjálfaramenntun frá SKÍ, ÍSÍ og eða frá öðrum viðurkenndum aðila eða sæki sér menntun á tímabilinu.
SKA hvetur fyrri iðkenndur sem hafa áhuga á að snúa sér að þjálfun að setja sig í samband.
 
Nánari upplýsingar veitir Kristinn Magnússon formaður alpagreinanefndar, s. 7879929, skaalpa@gmail.com.
Umsókn ásamt ferilskrá óskast send til skaalpa@gmail.com, eigi síðar en 20. sept. 2021.
Alpagreinanefnd SKA