Æfingar á snjó að hefjast í Hlíðarfjalli

Óli Kristinn og Maron voru mjög ánægðir með að komast á skíði í Hlíðarfjalli á fimmtudagskvöld
Óli Kristinn og Maron voru mjög ánægðir með að komast á skíði í Hlíðarfjalli á fimmtudagskvöld

Á fimmtudaginn hófu eldri flokkar Skíðafélagsins æfingar í Hlíðarfjalli. Alpagreina og Snjóbrettadeild æfðu í Norðurbakka en það vantar smávegis af snjó í neðri brekkurnar til að geta opnað Hólabraut. Því bíðum við aðeins með yngri flokkana og byrjendahópa þar til meiri snjó verði reddað hvort sem er úr snjóbyssum eða bara úr loftinu. Skíðagöngudeildin er með fyrstu æfingu á morgun laugardag kl 11:00 í Hlíðarfjalli. Nánara fyrirkomulag æfinga er að finna á Sportabler fyrir hvern og einn hóp. Í Hlíðarfjalli eru flottar aðstæður sérstaklega í efri hluta svæðisins og hefur fjallaskíðafólk nýtt sér frábært færi í vikunni til fullnustu eins og yfirflæði af púðri á samfélagsmiðlum bendir til. SKA er gríðarlega spennt fyrir komandi vetri sem byrjar af krafti, þökk sé snörpum vinnubrögðum starfsmanna Hlíðarfjalls við að græja efra svæðið og göngubrautir og nýta þann snjó sem kominn er.