Æfingaferð 12-15 ára til Oppdal í Noregi

SKA krakkarnir Víðir, Kristín Lind, Fjóla Katrín, Amalía Björk, Eyrún Erla, Sonja Lí og Helena Ýr.
SKA krakkarnir Víðir, Kristín Lind, Fjóla Katrín, Amalía Björk, Eyrún Erla, Sonja Lí og Helena Ýr.

Hluti hópsins úr 12-15 ára flokk Skíðafélags Akureyrar fór í æfingaferð til Oppdal í Noregi og dvaldi þar frá 6. - 14. des. Ferðin var farin með vinum okkar í Skíðafélagi Dalvíkur sem áttu veg og vanda af skipulagningu ferðarinnar og kunnum við þeim þakkir fyrir það og að hafa boðið okkur með. Æft var stórsvig alla daga í flottum aðstæðum og fínu veðri. Þetta er gott start á skíðavetrinum hjá krökkunum okkar og mun þetta koma sér vel inn í veturinn nú þegar skíðaæfingar í Hlíðarfjalli eru um það bil að hefjast. Þeir sem voru í ferðinni voru Amalía Björk Arnarsdóttir, Eyrún Erla Gestsdóttir, Fjóla Katrín Davíðsdóttir, Helena Ýr Grétarsdóttir, Kristín Lind Arnþórsdóttir, Sonja Lí Kristinsdóttir og Víðir Guðjónsson. Þau hljómuðu kampakát með ferðina og sést það vel á myndunum sem fylgja með. Með í för var Kristján Bjarni Kristjánsson þjálfari krakkanna auk þjálfara frá Skíðafélagi Dalvíkur, Sveini Torfasyni og farastjórum.