Þegar barnið æfir bretti

Það sem þarf að hafa í huga þegar barnið þitt æfir bretti.

Búnaður: Fatnaður við hæfi, þarf að vera lipur en hlýr svo auðvelt sé fyrir börnin að hreyfa sig. Ullar innanundirföt eru grunnurinn ásamt góðum ullarsokkum. Góðir vettlingar skipta miklu máli og buff/facemask um hálsinn til að hlífa vitum ef þarf, skíðagleraugu, bakbrynja (ATH börnin eru að fara á rail og stökkpalla). 
Hjálmur CE merktur fyrir snjóbretta/skíðaiðkunn, 
Snjóbrettaskór, bretti og bindingar í réttri stærð. Þjálfararnir okkar eru meira en glaðir við að aðstoða ykkur við að finna út hvað henntar ykkar barni. Oft er betra ef foreldrar vita lítið um snjóbretti að fá ráðleggingar hjá þeim áður en fjárfest er í búnaði.

Hópaskipting:
ATH hóparnir okkar eru ekki bara aldursskiptir heldur líka getuskiptir. þeir eru fljótandi og þjálfarar sjá alfarið um að færa krakkana á milli hópa eftir getu og aldri. Þjálfararnir eru nokkuð fastir á hópa en engu að síður fer það líka eftir fjölda, veðri og vindum. Leifur er yfirþjálfari.
* Það er 6 ára aldurstakmark.

Gulur: Nýjir iðkenndur 
Blár: 8 ár og yngri 
Rauður: 9-10 ára 
Brúnn: 11-12 ára
Svartur: 13 ára og eldri 

Þeir sem eru alveg nýjir fara í gula hóp. Sá hópur byrjar sínar æfingar á töfrateppinu í felstum tilfellum og þurfa iðkenndur að sýna ákveðna færni áður en þeir flytjast upp í Bláa hóp. En viðmiðið er að þeir séu sjálfbjarga í brekkunum og geti tekið toglyftuna. 

Það mæðir mikið á þjálfurum fyrst um sinn með gula hópinn og þætti okkur vænt um að krakkarnir séu vel búnir þegar þeir mæta. Skórnir vel reimdir og að fatnaðurinn sé ekki að há þeim. Það tekur á að læra á snjóbretti og langar okkur að auðvelda öllum verkið eins og hægt er. Þeir sem fá lánaðann búnað þurfa að mæta hálftíma fyrir æfingu til að fá búnað við hæfi í búnaðarleigu Hlíðarfjalls. Starfsmenn Hlíðarfjalls taka vel á móti ykkur.