Fjallaskíðadeild

Fjallaskíðadeild SKA 

Fjallaskíða, Telemark og splitboard deild SKA  

Fjallaskíðadeild SKA er stofnuð með þann megintilgang að halda fullorðnum á hreyfingu við aðgengilegar aðstæður. Af hverju að taka lyftuna þegar þú getur gengið upp og notið þess að puða upp á við? 

Æfingar á fimmtudögum kl. 17.30 og á hverjum laugardegi kl. 10.30

  • Laugardagur - Brottfararstaður tilkynntur á Sportabler fyrir hvern laugardag. 

  • Hlíðarfjall - fimmtudaga kl. 17.30 - hist á skaflinum við skíðaleigu. 

Kvöldæfingar á fimmtudagskvöldum þar sem farið er frá Skíðastöðum í Hlíðarfjalli. Hist við skíðaleiguna og haldið upp í fjall á merktum gönguleiðum. Það er undir hverjum og einum komið hversu hratt er farið. Fjallageitin fer fremst og öryggið rekur lestina. 

Þjálfarar: 

Óskar Ingólfsson 

Kristín Irene Valdemarsdóttir 

Rakel Snorra 

Jón Marinó Sævarsson - Formaður Fjallaskíðadeildar 863-7724

 

Fyrir hvern er þetta? 

Allir sem eiga skíði, bretti, tunnustafi sem hægt er að líma skinn neðaní. Fyrir þá sem geta skíðað en vilja fóta sig áfram í því að stunda fjallaskíði. Þessi hópur mun ganga upp í Hlíðarfjalli á fimmtudögum - hver fer á sínum hraða - einhverjir fara alla leið upp á topp á meðan aðrir ganga upp í Hjallabraut. Eitthvað fyrir alla. 

Meðlimir þurfa að vera 18 ára gamlir og eiga snjóflóðaýlu, skóflu og stöng. Kostur en ekki skilyrði að iðkendur hafi farið á snjóflóðanámskeið. 

Á laugardögum verður gengið í nágrenni Akureyrar, stuttar skemmtilegar og einfaldar ferðir - allar með möguleika á því að fara hærra og gera meira. 

Veður - vont, blautt, vonlaust - hvað þá? 

Gert er ráð fyrir að ganga við flestar aðstæður, þjálfarar senda skilaboð í gegnum SPORTABLER til iðkenda minnst þremur klst fyrir æfingu þar sem gefið er út hvort farið verður eða hvort breytingar verða á brottfarastað. 

 

Æfingatímabilið er frá 12. janúar til 13. maí.  

17 laugardagar 17 fimmtudagar

Skráning hér  - Hægt að skrá sig allan veturinn

Innifalið félagsgjöld í SKA 

Minimum 10 manns.