Hópaskipting

Hóparnir í snjóbrettunum eru litaskiptir. 
Við skiptinguna er miðað við aldur en líka getu. Þannig getur barnið færst á milli hópa hvort sem er vegna aldurs eða getu.
Þjálfarar meta hverju sinni hvernig hópaskipting skuli vera og ráða því alfarið.

Eftirfarandi litakóðun er notuð:

  • Gulir: Allir nýjir byrja sem gulir. Mæta á æfingu og hitta þjálfara. Ef viðkomandi er svo gott betur en byrjandi er hann færður í þann hóp sem þjálfari telur hann eiga heima í. Hér læra allir að fara í toglyftu og renna sér á hæl og tákannti. Margir þjálfarar í hópnum. Hér þarf mikla aðstoð þar sem oft komast krakkarnir ekki sjálfir til að byrja með í lyftuna.
  • Blár: Hér kunna allir að fara í lyftu. Í þessum hóp vinnum við með að læra á snjóbrettið í gegnum leik. Krökkunum er kennt að sviga. Þau verða öruggari með sig og geta auðveldlega farið upp með toglyftunni, laus með annan fótinn. Læra að sviga, bremsa og fleira. Áhersla á lærdóm í gegnum leik.
  • Rauður: Þeir sem eru hér eru orðnir mjög öryggir á brettinu og meiri dýpt er sett í leikinn. Þau fara að æfa sig í að beita brettinu betur, olla, fara upp á lítil box og rail jafnvel, litla palla, renna sér "switch". Hér er áfram áhersla á skemmtun og leik. Ekki horft til þess að æfa eftir fastmótuðu skjali. Heldur hafa gaman en um leið læra meira og renna sér meira. Safna rennslistímum.
  • Brúnn: Hér færist alvara í leikinn. Hér eru krakkarnir orðnir mjög flinkir á brettin og æfingin er rútíneruð og þjálfari er einn. Þjálfari fylgir ekki eftir neinum heldur er miðlægt með hópinn og gefur fyrirmæli. Hópurinn fær fyrirmæli frá þjálfara og gera æfingar skv. plani. Hér er horft til þess að krakkarnir bæti sig, vinni sjálfir í sér og sínum stíl.
  • Svartur: Hard core keppnishópur sem æfir á stórum pöllum, railum og boxum. Æfingar miðaðar út frá keppnum hér og erlendis. Hér er leiknin og hraðinn orðin töluverður. Eins er í flestum tilfellum einn þjálfari sem setur niður línur fyrir æfinguna og iðkenndur sjá mikið sjálfir um að framkvæma. Þjálfari er yfirleitt staðsettur miðsvæðiðs til að leiðrétta og aðstoða þegar verið er að æfa