Styrktaraðilar

Aðalfundur Skíðafélags Akureyrar 17.maí kl 20:00 í austursal Bryggjunnar

Til að ljúka þessum vetri formlega boða ég til aðalfundar félagsins. Þar sækist ég eftir umboði ykkar sem formaður félagsins með að halda áfram því starfi sem unnið hefur verið að í vetur.

Er búið að manna alla stöður stjórnar fyrir næsta tímabil en samþykki ykkar félagsmanna þarf til.

Formlega dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Fundarsetning – formaður

  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara

  3. Skýrsla stjórnar

  4. Reikningar félagsins lagðir fram til staðfestingar

  5. Lagabreytingar

  6. Ákvörðun um árgjald

  7. Kosning formanns, annarra stjórnarmanna og endurskoðenda

  8. Kosning sérgreinanefnda

  9. Önnur mál

Legg ég til eina tillögu að lagabreytingu á 12.gr laga félagsins en þar segir nú:

12. gr. Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum, formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og 3 meðstjórnendum.

Formaður skal kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum.

Kjörtímabil stjórnarformanns er milli aðalfunda. Kjörtímabil annarra stjórnarmanna er tvö ár þó þannig að aldrei skal nema helmingur stjórnarmanna ganga úr stjórninni samtímis.

Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo endurskoðendur reikninga félagsins.

Með breytingum eftirfarandi:

Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum; formanni, varaformanni, gjaldkera og ritara og 3 meðstjórnendum en þeir eru tilnefndir af hverri sérgreinanefnd fyrir sig.

Formaður skal kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum.

Kjörtímabil formanns og meðstjórnenda er á milli aðalfunda en tvö ár hjá öðrum stjórnarmönnum. Leitast skal við aldrei nema helmingur stjórnarmanna gangi úr stjórn samtímis.

Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo endurskoðendur reiknina félagsins.

Hvet ég ykkur öll að mæta en farið verður yfir starf líðandi vetrar og lagðar línur fyrir næsta tímabíl.

Kær kveðja,

Árni Páll Jóhannsson – formaður SKA

 

vefmyndavelar

  Samherji ltid     teikn      islandsbanki     ski     bilaleiga
Skiðafélag Akureyrar kt. 480101-3830  Pósthólf 346. Ritstjóri.  Vefsíða/tæknimál.