Styrktaraðilar

Aðalfundur Skíðafélags Akureyrar 17.maí kl 20:00 í austursal Bryggjunnar

Til að ljúka þessum vetri formlega boða ég til aðalfundar félagsins. Þar sækist ég eftir umboði ykkar sem formaður félagsins með að halda áfram því starfi sem unnið hefur verið að í vetur.

Er búið að manna alla stöður stjórnar fyrir næsta tímabil en samþykki ykkar félagsmanna þarf til.

Formlega dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Fundarsetning – formaður

  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara

  3. Skýrsla stjórnar

  4. Reikningar félagsins lagðir fram til staðfestingar

  5. Lagabreytingar

  6. Ákvörðun um árgjald

  7. Kosning formanns, annarra stjórnarmanna og endurskoðenda

  8. Kosning sérgreinanefnda

  9. Önnur mál

Legg ég til eina tillögu að lagabreytingu á 12.gr laga félagsins en þar segir nú:

12. gr. Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum, formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og 3 meðstjórnendum.

Formaður skal kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum.

Kjörtímabil stjórnarformanns er milli aðalfunda. Kjörtímabil annarra stjórnarmanna er tvö ár þó þannig að aldrei skal nema helmingur stjórnarmanna ganga úr stjórninni samtímis.

Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo endurskoðendur reikninga félagsins.

Með breytingum eftirfarandi:

Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum; formanni, varaformanni, gjaldkera og ritara og 3 meðstjórnendum en þeir eru tilnefndir af hverri sérgreinanefnd fyrir sig.

Formaður skal kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum.

Kjörtímabil formanns og meðstjórnenda er á milli aðalfunda en tvö ár hjá öðrum stjórnarmönnum. Leitast skal við aldrei nema helmingur stjórnarmanna gangi úr stjórn samtímis.

Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo endurskoðendur reiknina félagsins.

Hvet ég ykkur öll að mæta en farið verður yfir starf líðandi vetrar og lagðar línur fyrir næsta tímabíl.

Kær kveðja,

Árni Páll Jóhannsson – formaður SKA

 

KYNNINGAFUNDUR 2. DES. KL 20:00 Í ÍÞRÓTTAHÖLLINNI

Kynningafundur vegna vetrarstarfs SKA verður haldinn í Íþróttahöllinni 2.desember (gengið inn að sunnan). Fundurinn hefst kl 20:00, almenn kynning á félaginu og þjálfarar kynna sig og starfið sem framundan er.
Allir velkomnir.
kv. stjórn SKA

Hlíðafjall

Sæl öll.

Hlíðarfjall opnar kl 16:00 föstudaginn 19.12. (afgreiðslan kl:12) og veðurspáin er enn í lagi.
Það verða æfingar í Hlíðarfjalli hjá flestum hópum geri ég ráð fyrir, allavega á laugardaginn. Þjálfarar munu boða á æfingar hjá sínum hópum.

Það fá allir iðkendur SKA vetrarkort í Hlíðarfjalli eins og venjulega.

Þeir iðkendur sem eiga kortin síðan í fyrra koma með þau í afgreiðsluna og láta fylla á þau aðrir þurfa að kaupa kortið hjá Hlíðarfjalli (1000 kr).

Hvet ég alla að koma tímanlega til að lágmarka bið.

Það þarf svo að vera búið að borga allavega 1/3 af æfingagjaldinu 5. jan. 2015 annars lokast á kortið þá.

kv, Stjórn SKA

Upplýsingar um æfingar í Hlíðarfjalli

Upplýsingar um æfingar í Hlíðarfjalli og frá stjórn SKA

Varðandi aðstæður fyrir skíðaæfingar í Hlíðarfjalli þá eru aðstæður þannig að það er ágætis snjór í neðrihluta norðurbakka og það er búið að troða þetta svæði. Snjórinn í lyftuspori srtýtulyftu sleppur til en er mjög frosinn og er í raun ís. Í Andrésarbrekkunni er allt of lítill snjór og víða skallablettir. Snjórinn þar er í raun ís og ekki hægt að renna sér þar.
Ég og Guðmundur í Hlíðarfjalli erum sammála um að vera með alpaskíðaæfingar fyrir 14 ára og eldri í NB eins og veður og aðstæður leyfa að því gefnu að iðkendur gæta ýtrustu varúðar þegar verið er að koma sér í og úr NB.
Æfingar fyrir Brettaiðkendur og yngri krakka í Hlíðarfjalli eru varhugaverðar vegna aðstæðna og verða aðstæður að batna áður en þau geta byrjað. Ég ásamt þjálfurum halda áfram að fylgjast með aðstæðum. Það er alveg klárt að við byrjum æfingar um leið og aðstæður í Hlíðarfjalli batna og aðstæður bjóða upp á það.
Göngudeild hefur tekist að halda nokkrar æfingar og voru aðstæður orðnar mjög góðar á tímabili. Núna eru aðstæður þannig að ekki er hægt að vera í ljósahringnum vegna snjóleysis og mjög harðs færis. Þeir hafa samt sem áður verið að spora upp á Stórhæð þar sem aðstæður eru betri.

Af stjórn er það helst að frétta að við erum að vinna að nýjum samning við AK / IBA. Þar gerum við okkur meðal annars von um að fá húsnæði fyrir félagsaðstöðu SKA á Akureyri. Það er búið að innleiða nýtt innheimtukerfi, NORA, fyrir æfingajöld og eru upplýsingar um það á Heimasíðunni, skidi.is . Hvetjum við alla til að skoða það og gera upp sín æfingargjöld.
Haustæfingarnar hafa gengið vel og ágæt þátttaka en mætti vera berti í 10 og yngri.

Kveðja, Guðjón Marteinsson

FÉLAGSGJÖLD 2014

Kæri skíðamaður, skíðafélagsvinur.
Greiðsluseðlar hafa verið stofnaðir fyrir félagsgjöldum SKA og koma fram sem valgreiðslur í heimabanka félagsmanna. SKA vill vera öflugt félag og eiga gott stuðningsmannanet. Við hvetjum því alla til að greiða seðilinn og vera félagsmenn í SKA. Um leið viljum við þakka öllum sem hafa lagt félaginu lið í gegnum tíðina. Greiðsluseðlar voru eingöngu stofnaðir á þá sem eru eldri en 20 ára. Hafir þú ekki fengið seðil og vilt vera félagsmaður í SKA þá endilega sendu póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kveðja frá stjórn SKA

vefmyndavelar

  Samherji ltid     teikn      islandsbanki     ski     bilaleiga
feed-image skídi.is
Skiðafélag Akureyrar kt. 480101-3830  Pósthólf 346. Ritstjóri.  Vefsíða/tæknimál.