Styrktaraðilar

Öll úrslit úr alpagreinum komin inn

Nú er þriðja og síðasta keppnisdegi lokið í alpagreinum á 42. Andrésar Andar leikum. Öll úrslit eru komin inn á úrslitasíðuna.

Þriðji og síðasti dagur Andrésar Andar leikanna að hefjast

Í dag hefst keppni klukkan 9:00 þar sem 14-15 ára flokkur mun keppa í svigi í Norðurbakka. Klukkan 9:00 hefst einnig keppni í Brettakrossi í flokki 5-10 ára í Suðurgili. Klukkan 10 fara 5-7 ára stúlkur í Leikjabraut í Ævintýraleiðinni og 6-7 ára drengir keppa í stórsvigi í Hjallabraut. 11 ára flokkur hefur einnig keppni klukkan 10 í Suðurbakka í stórsvigi.

Klukkan 11 hefst Leikjabraut hjá 5-8 ára í göngunni og 11-15 ára krakkar keppa í brettakrossi í Suðurgili.

Klukkan 11:45 hefst keppni í öllum flokkum í boðgöngu.

Verðlaunaafhending og mótsslit hefst klukkan 15:00 og hvetjum við alla til að mæta.

Starfsmannalisti - laugardagur

Hér má finna starfsmannalista fyrir morgundaginn (laugardag).

Flottur dagur framundan á Andrésar Andar leikunum

Norðurbakki föstudagurKlukkan 10 hefst keppni í Stjörnuflokki í Hjallabraut og strax á eftir keppa 8 ára krakkar í stórsvigi. Í Norðurbakka verða tvær brautir líkt og í gær og verður keppt þar í stórsvigi í flokkum 9 ára og 12-13 ára.

Klukkan 10 hefst einnig keppni í Brettastíl í Hjallabraut þar sem krakkar 6-10 ára munu keppa.

Klukkan 12 hefst keppni í Göngu með frjálsri aðferð í flokki 6-11 ára.

Eftir hádegi eða klukkan 13:00 munu 5-7 ára drengir fara í leikjabraut í Ævintýraleiðinni og 6-7 ára súlkur munu á sama tíma keppa í stórsvigi í Hjallabraut. Einnig verður keppt í svigi í flokki 10 ára í Norðurbakka.

Klukkan 14 mun keppni fara fram í skicross (ganga frjáls aðferð).

Starfsmannalisti - föstudagur - mæting 6:40

 

Mæting er 6:40 fyrir fyrsta holl á morgun föstudag. Munið eftir sólarvörninni og sólgleraugunum.

 

Starfsmannalisti fyrir morgundaginn.

images 

 

vefmyndavelar

  Samherji ltid     teikn      islandsbanki     ski     bilaleiga
feed-image skídi.is
Skiðafélag Akureyrar kt. 480101-3830  Pósthólf 346. Ritstjóri.  Vefsíða/tæknimál.